



Stálhreiður Panna 28cm
✓ Frí heimsending um allt land
✓ 100 daga reynslutími – skilaðu ef þú ert ekki 100% ánægð/ur
✓ Persónuleg þjónusta frá litlu íslensku fyrirtæki
Afhending: 1–2 dagar á höfuðborgarsvæðinu, 2–4 dagar á landsbyggðinni. Hreinna & öruggara – PFAS- og PTFE-frí, engin eiturefni
Áratuga ending – þriggja laga stál sem heldur jöfnum hita
Allt eldhúsið, ein panna – virkar á allar hellur og í ofn
Nútíma hönnun – falleg á bekknum, fagleg á hellunni
Veldu valkosti




Gagnlegar upplýsingar
----------------------------------------------
HVERNIG Á AÐ HITA PÖNNU RÉTT
----------------------------------------------
Rétt upphitun er lykillinn að góðri upplifun.
1. Settu pönnuna á helluna án olíu eða smjörs.
2. Hitaðu hana á miðlungs hita í 2–3 mínútur.
3. Prófaðu hitann með vatnsdropa:
- Ef dropinn myndar kúlulaga bólu og rennur um pönnuna, er hún tilbúin.
- Ef dropinn gufar upp er hún ekki tilbúin.
4. Bættu örlítilli feiti (sérstaklega fyrir viðkvæmt hráefni) á pönnuna og síðan hráefnunum.
Þetta hjálpar keramíkhúðinni að virka rétt og minnkar líkur
á að matur festist.
----------------------------------------------
HVERNIG Á AÐ ÞRÍFA PÖNNU
----------------------------------------------
Eftir notkun:
- Leyfðu pönnunni að kólna aðeins áður en hún er þvegin
- Þvoðu með volgu vatni og mjúkum bursta eða svampi
- Uppþvottalögur er í lagi
Ef eitthvað festist:
- Settu smá vatn í pönnuna
- Hitaðu létt þar til leysist upp
- Skafðu varlega og þvoðu
----------------------------------------------
HVAÐ BER AÐ FORÐAST
----------------------------------------------
- Ekki setja kalda pönnu beint á háan hita, leyfðu henni að hitna á miðlungs hita
- Ekki kæla sjóðheita pönnu undir köldu vatni
- Ekki setja mat beint á kalda pönnu
----------------------------------------------
MIKILVÆGT AÐ VITA
----------------------------------------------
- Stálpönnur breytast með notkun – það er eðlilegt
- Litabreytingar hafa engin áhrif á virkni
- Því meira sem þú notar pönnuna rétt, því betri verður hún
----------------------------------------------
HENTAR STÁLHREIÐUR PANNAN ÞÉR?
----------------------------------------------
Pannan hentar þér ef þú:
- Hefur áhuga á eldamennsku
- Vilt endingargóða og sterka pönnu
- Ert tilbúin/nn að læra rétta upphitun/notkun
Pannan er ekki fyrir þig ef þú:
- Vilt algert non-stick án aðlögunar
- Vilt aldrei þurfa að hugsa um upphitun eða umhirðu


