Áfram í efni

Karfa

Karfan þín er tóm

Leiðbeiningar

Bestu skrefin til að undirbúa Stálhreiður pönnuna fyrir notkun

1. Þvoðu pönnuna fyrst

Notaðu volgt vatn, mjúkan svamp og mildan uppþvottalög.

Þurrkaðu pönnuna vandlega með pappír.

2. Hitun

Settu tóma pönnuna á meðalháan hita í 1-2 mínútur til að tryggja að hún sé alveg þurr og aðeins volg.

3. Léttur olíuáburður

Helltu örlitlu af matarolíu (t.d. kókosolíu, repjuolíu eða öðru sem þolir háan hita) á pönnuna.

Notaðu eldhúspappír til að dreifa olíunni jafnt yfir allann botninn og hliðarnar.

4. Hitun með olíu

Hitaðu pönnuna með olíunni á meðalhita í ca. 2 mínútur.

Passaðu að olían byrji ekki að reykja. Markmiðið er að olían "baki sig inn" í húðina.

5. Kæling og þurrkun

Taktu pönnuna af hellunni og láttu hana kólna alveg.

Þurrkaðu umfram olíu með hreinum eldhúspappír.

 

ℹ️ Viðhald 

Við mælum með að endurtaka þetta "coating" ferli ca. einu sinni í mánuði eða eftir mikla hreinsun í uppþvottavél.

Þó svo að pannan megi fara í uppþvottavél þá er gott að handþvo hana annað slagið að hámarka non-stick eiginleika og líftíma.

Þegar pannan er handþvegin þá mælum við með að nota mjúkan svamp og milda sápu.