Áfram í efni

Karfa

Karfan þín er tóm

Um okkur

Stálhreiður varð til út frá einfaldri hugmynd: Að hanna eldhúsvörur sem endast, standast kröfur raunverulegs heimilis og gera eldamennskuna auðveldari — án þess að kosta formúgu.

Við trúum því að eldhúsvörur eigi ekki að vera flóknar — þær eiga bara að virka.

Við byrjuðum þetta verkefni fyrir okkur sjálf — af því við vildum vörur sem við gætum sjálf notað, án þess að stressa okkur yfir hvort þær entust eða væru skaðlegar. Nú erum við stolt af því að deila þeim með fleirum — með von um að þær verði þær síðustu sem þú þarft að kaupa.

Við hönnuðum vörur sem standast daglegt líf, tilraunir í eldhúsinu, kvöldverði sem klikka ekki og daga þar sem allt fer í uppþvottavélina í stressinu. Þær eru endingargóðar, lausar við skaðleg efni og þola bæði ofn, spanhellur og stáláhöld — því við vitum að raunverulegt heimilislíf snýst ekki um filtera, heldur matargerð sem gengur upp.

Við erum stolt af því sem við höfum skapað og viljum að þú getir prófað vörurnar án áhættu. Þess vegna bjóðum við 100 daga reynslutíma á fyrstu pöntun. Ef vörurnar uppfylla ekki væntingar þínar, færðu fulla endurgreiðslu — ekkert vesen, bara eldhúsást.